Matjurtagarðar
Matjurtagarðar í Garðabæ

Matjurtagarðar og kassar í Hæðahverfi

Í Hæðahverfi er hægt að leigja matjurtagarða sem eru 5mx3m eða 15 m² að stærð eða matjurtakassa sem eru 2m x 4m eða 8m². Vatn til vökvunar er aðgengilegt á svæðinu. Plöntur og útsæði fylgja ekki með í útleigunni. Aðkoma að görðunum er sunnan leikskólans Hæðarbóls.
Verð 4.500kr

Matjurtakassar á Álftanesi

Á Álftanesi eru 10 matjurtakassar til leigu sem eru 2m x 4m eða 8m² að stærð.. Vatn til vökvunar er aðgengilegt á svæðinu. Plöntur og útsæði fylgja ekki með leigunni. Á Álftanesi er aðkoma að matjurtakössunum frá Breiðamýri við gervigrasvöllinn.
Verð 4.500 kr.

Matjurtakassar Urriðaholti

Í Urriðaholti eru 20 matjurtarkassar til leigu sem eru 2m x 4m eða 8m² að stærð. Vatn til vökvunar er aðgengilegt á svæðinu. Plöntur og útsæði fylgja ekki með leigunni. Aðkoma að svæðinu er frá bílastæði sunnan megin við Kauptún 3 þar sem gengið er upp göngustíg til að komast að matjurtakössunum
Verð 4.500 kr.